Pælingar um Jesús.

Jesús var sonur Maríu og Tiberius Julius Abdes Pantera sem var Rómverskur hermaður og hefur Jósef og María líklega skáldað upp þá sögu að um meyfæðingu Jesú (sem er algeng hjá skordýrum) til að hylja yfir skömmina að sonurinn væri lausaleiks barn með Rómverskum hermanni sem annaðhvort nauðgaði Maríu eða þá hún hélt framhjá Jósef eða hætti með hermanninum og þau flúðu til Egiptalands með Jesús svo hann fyndi þau ekki. Jesús var Gyðingur og boðaði vissar breytingar á Gyðinga trú, sem þróaðist með árunum í að fólk álítur hann Guð sjálfan eða son Guðs og þá er þetta orðin fjölgyðis trú og fór þannig frá Gyðings trúnni á einn Guð, í fjölguða trú. Sú hugmynd að Jesús sé Guð er sennilega kominn frá trú Rómverja að Keisarinn „Cesar“ sé Guð, Kristnir voru og hafa ekkert verið feimnir við að færa gamla trúarsiði yfir á sína trú, t.d. Jól og Páskar. Þannig að Jesús varð að Keisara þeirra sem aðhyllast trú á Jesús Keisara.

Mín skoðun er að Jesús var merkilegur maður sem vildi betrumbæta siðfeðri trúbræðra sinna og var alltaf Gyðingur, ekki sonur Guðs frekar en ég eða þú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband